Fræðsla

Samræmd evrópsk jafnréttisnámskrá 

MARK vekur athygli á nýrri samræmdri everópskri jafnréttisnámskrá sem kom út í byrjun september 2016. Útgáfan markar vatnaskil í jafnréttisfræðslu í álfunni því þetta er í fyrsta sinn sem fræðslan hefur verið samræmd á milli landa. Jafnréttisstofa Íslands vann að gerð námskrárinnar ásamt jafnréttisstofum í Austurríki, Króatíu og Litháen. Verkefnið hefur verið í vinnslu í tvö ár og er nú tilbúið og hefur hefur námskráin verið birt á netinu en henni er ætlað að gagnast öllum þeim sem þjálfa fólk til jafnréttisfræðslu (e. training the trainers). Jafnréttisstofa væntir þess að námsskráin komi út á íslensku áður en langt um líður. Hér má nálgast ensku útgáfuna

European University Institute -The State of the Union 2016

Konur í Evrópu og umheiminum  - Women in Europe and in the World

Í byrjun maí var haldin árleg ráðstefna í Flórens á vegum European University Institute  - EUI - en skólinn (sem er Evrópu háskóli á meistara- og doktorsstigi) er 40 ára á þessu ári.  Þessar ráðstefnur bera yfirskriftina "The State of the Union" og fyrirlesarar og þátttakendur eru yfirleitt helsta fræðafólk/stjórnmálamenn/embættismenn á sviði Evrópuréttar og Evrópufræða um það sem efst er á baugi eða nýtt í Evrópumálum.  Að þessu sinni var einn aðalfyrirlesara ráðstefnunnar Ruth Rubio-Marín, prófessor við EUI.  Hún fjallaði um stöðu kvenna og helstu áskoranir í jafnréttismálum. Ræða hennar hefur nú verið þýdd á mörg tungumál og mun birtast í hinum ýmsu fjölmiðlum víðs vegar um Evrópu í dag og á heimasíðu  European University Institute.

Ruth Rubio-Marín gegnir stöðu prófessors í samanburðarlögfræði á sviði opinbers réttar og stjórnskipunarréttar  við European University Institute í Flórens á Ítalíu. Hún hefur áður gegnt stöðu prófessors í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Sevilla á Spáni, og kennt við lagadeild Hauser Global Law School við New York University. Viðfangsefni hennar eru meðal annars samanburðarlögfræði á sviði stjórnskipunarréttar, mannréttindi, þróun fólksflutninga, réttindi minnihlutahópa og feminísk lögfræði.

Það er sannur heiður fyrir MARK að birta hér ræðuna sem  Ruth Rubio-Marín prófessor við EUI flutti í Palazzo Vecchio í Flórens, þann 6. maí s.l.

Hér má nálgast erindið í íslenskri þýðingu Ingunnar Sigríðar Árnadóttur:Konur í Evrópu og umheiminum  - Women in Europe and in the World

Fyrirlesturinn er birtur á ýmsum tungumálum samtímis á vefsíðu European University Institue.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um Rubio-Marín

 

 Dagskrá MARK vorönn 2016

Ísland heiman og heim – útflytjendur -  innflytjendur

er yfirskrift fyrirlestra á vegum MARK sem fluttir eru í Þjóðminjasafni annan hvern föstudag í hádeginu. Fyrirlestrarröðin er tvíþætt: Íslendingar fjalla um reynslu sína af búsetu í öðrum löndum og/eða sterkum tengslum við aðra menningu og önnur lönd og innflytjendur á Íslandi segja frá reynslu sinni af búsetu hér og þeim áskorunum sem þeir hafa þurft að takast á við í nýju landi. Staður og stund: Þjóðminjasafn, annan hvern föstudag og hefst  5. febrúar.  kl. 12-13 - sjá nánar.

6. maí kl. 12-13. Það var einu sinni land, en það eru líka til svo mörg lönd í heiminum. Tatjana Latinovic segir frá reynslu sinni. Tatajana er stjórnandi hugverkadeildar Össurar   og jafnframt varaforðmaður Innflytjendaráðs og þýðandi.

Staður: Þjóðminjasafn

15. apríl kl. 12-13. Hér á ég heima! Frá Filippseyjum til Íslands. Violeta Tolo Torres er viðskiptafræðingur og  verkefnisstjóri á fjármálasviði Háskóla Íslands, segir frá reynslu sinni.

 

1.apríl kl. 12-13.  Þangað og til baka aftur. Sabine Leskopf, varaborgarfulltrúi, þýðandi og innflytjandi flytur erindi um reynsluna af því að vera innflytjandi, heima og heiman.

Staður: Þjóðminjasafn, fyrirlestrarsalur

 

18. mars. kl. 12-13. Hvar er heima? Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur og prófessor á Menntavísindasviði HÍ flytur erindi.

Staður: Þjóðminjasafn, fyrirlestrarsalur

 

11.mars kl. 12-13.  Öðruvísi á litinn – ytra útlit, innri hugsun Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og heimshornaflakkari flytur erindi.

Staður: Þjóðminjasafn, fyrirlestrarsalur

 

9. mars kl. 14:30 - 17:00 Málþing: Loksins lögráða? Réttur kvenna til að taka ákvarðanir um eigið líf - endurskoðun laga um fóstureyðingar

Staður: Þjóðminjasafn, fyrirlestrarsalur

 

25. febrúar kl. 12-13  - Arfur Simone de Beauvoir:  Pólitísk vitundarvakning og femínískar þversagnir

Valgerður Pálmadóttir doktorsnemi í hugmyndasögu við háskólann í Umeå í Svíþjóð.  Askja stofa 129

 

22, febrúar Seeking Home in a Strange Land: True stories of the changing  meaning of  home Dr. Sietske Dijkstra gestakennari við Félagsráðgjafadeild HÍ, flytur erindi um efni  bókar sinnar, sem fjallar um reynslu flóttafólks og innflytjenda af því hvað og hvar heima er.  Norræna húsið kl. 12-13:15

 

19.febrúar Íslendingur, innflytjandi, eða hvort tveggja? Sólveig Hulsdunk Georgsdóttir þýðandi. Þjóðminjasafnið v/Suðurgötu.

Hér má nálgast alla dagskrána

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is