Aldrei fór ég Westur

3. febrúar 2016 

Ísland heiman og heim – útflytjendur -  innflytjendur, 

er yfirskrift fyrirlestraraðar MARK á vormisseri 2016 sem hefst föstudaginn 5. febrúar n.k. með erindi Friðriks Þórs Guðmundssonar blaðamanns Aldrei fór ég Westur

Það er næsta ógerningur að ímynda sér íslenskt samfélag án erlendra menningaráhrifa því þau eru allt umlykjandi og allstaðar: í formi hugmynda, tækni, viðhorfa, mataræðis, listsköpunar, framkomu, tísku og svo framvegis út í hið óendanlega. 

Íslenskt samfélag hefur á tiltölulega stuttum tíma breyst úr því að vera ákaflega einsleitt í menningarlegu tilliti yfir í að skarta menningarlegum margbreytileika á pari við nágrannalöndin, sem endurspeglast í sívaxandi hópi innflytjenda, sem koma víðsvegar að. Nærri 10% landsmanna eru af erlendum uppruna og á Íslandi eru töluð yfir 150 tungumál.

Jafnframt hafa fjölmargir Íslendingar búið erlendis um lengri eða skemmri tíma annað hvort við vinnu eða í námi. Með öðrum orðum þá eru viðvarandi tengsl við aðra menningu, önnur lönd býsna algeng meðal landsmanna.

Sem fyrr segir ber fyrsti fyrirlesturinn yfirskriftina Aldrei fór ég Westur.  Í erindinu lýsir Friðrik Þór Guðmundsson, blaðamaður, sem er líka þekktur sem Mr. Fridriksson, tvöföldu lífi sínu; sem Íslendings og sem sonur Bandarísks starfsmanns Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fyrstu árin var lögheimili Fríðriks Þórs póstbox í New York. Í erindinu mun Fríðrik Þór varpa ljósi á hvernig var að alast upp í Reykjavík öðruvísi en önnur börn; í öðruvísi fötum, að leika með annarskonar dót, að borða dularfullt nammi og óþekktan mat, verandi burstaklipptur og horfandi á Kanasjónvarpið. Meirihluti 84 afkomenda föðurafa og –ömmu Friðriks Þórs býr í Bandaríkjunum og Kanada, en samskiptin við þau virk – á facebook og á ensku

Fyrirlestrarröðin er tvíþætt. Annars vegar munu Íslendingar fjalla um reynslu sína af búsetu í öðrum löndum og/eða sterkum tengslum við aðra menningu og önnur lönd. Hins vegar munu innflytjendur á Íslandi segja frá reynslu sinni af búsetu hér og þeim áskorunum sem þeir hafa þurft að takast á við í nýju landi.

Fyrirlesturinn Aldrei fór ég Westur verður fluttur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins þann 5. febrúar n.k. kl. 12-13 

Fyrirlesturinn er öllum opinn 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is