MARK

MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna er starfrækt á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands

MARK sinnir rannsóknum á sviði mannréttinda og mismununar, jafnréttis-, kynja- og margbreytileikafræða. Með félagsvísindalegt sjónarhorn að leiðarljósi leggur MARK áherslu á þverfaglega sýn sem auðgar og dýpkar skilning á þeim fjölmörgu víddum og flötum sem felast í hinum breiða rannsóknarvettvangi.

MARK sinnir einnig fræðslu á sviði mannréttinda og mismununar, jafnréttis-, kynja- og margbreytileikafræða og stendur fyrir reglubundnum fyrirlestrum og skipuleggur málþing og ráðstefnur á sviði þessara málaflokka.

MARK tekur ennfremur að sér að vinna verkefni/rannsóknir og veita fræðslu fyrir opinbera stofnanir, félagasamtök og einkaðila.

Að MARK standa kennarar og fræðafólk á Félagsvísindasviði sem stunda rannsóknir á fræðasviðinu.

MARK heyrir undir Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is