Farandverkamenn eða nýlenduherrar? Fólksflutningar Portúgala til fyrrum nýlendu sinnar Angóla

30.nóvember 2015 

Pétur Walddorff nýdoktor flytur erndi á vegum MARK þars sem hann segir frá niðurstöðum rannsókna sinna á fólksflutningum portúgalskra ríkisborgara til Angóla, fyrrum nýlendu Portúgal. Hvergi annars staðar í fyrrum nýlendum Afríku eru borgarar fyrrum nýlenduherra að flytja til fyrrum nýlendna sinna. Þessir flutningar eru mjög sérstakir því innflytjendurnir eru ekki bara innflytjendur í leit að atvinnu og efnahagslegu öryggi, heldur eru þeir afkomendur fyrrum nýlenduherra sem gera stöðu þeirra frábrugðna öðrum innflytjendum bæði frá sögulegu og menningarlegu sjónarmiði sem hefur áhrif á aðlögun þeirra sem og móttökur heimamanna.
Pétur Waldorff er doktor í mannfræði frá McGill University og starfar sem rannsakandi við Nordiska Afríka Institutet í Uppsölum og við Eddu Öndvegissetur við Háskóla Íslands.
 
Fyrirlesturinn verður haldinn þann 2. desember kl. 12-13 í stofu 102 í Gimli í Háskóla Íslands. 

Allir velkomnir 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is