10. júní 2016
Hagstofa Íslands birtir í dag upplýsingar um búferlaflutninga til og frá landinu á árinu 2015. Þar kemur m.a. fram að í heild flytjast fleiri til landsins en frá því. Þó er ekki öll sagan sögð því fleiri Íslendingar flytja frá landinu en til þess en þessu er öfugt farið með erlenda ríkisborgara. Alls fluttust því 1.265 íslenskir ríkisborgarar úr landi umfram aðflutta, á meðan aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 2.716 fleiri en brottfluttir. Pólskir ríkisborgarar eru sem fyrr fjölmennastir í hópi aðfluttra erlendra ríkisborgara. Hér má lesa frétt Hagstofu.