Fyrirlestarar MARK

 

 

 

 

 

 

 

 

 

MARK býður leikum og lærðum á fyrirlestra, sem fjalla á einn eða annan hátt um hinn víða og margháttaða fræðavettvang sem fellur undir rannsókarsvið stofnunarinnar. Fyrirlestrarnir eru haldnir nokkuð reglubundið. Auk þess að vera auglýstir hér á heimasíðunni þá eru þeir jafnframt auglýstir á Facebook síðu MARK og viðburðasíðu Háskóla Íslands. 

Dagskrá MARK vormisseri 2016

5. feb. Aldrei fór ég Westur. Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður. Fyrirlestur Þjóðminjasafni kl. 12-13  

6. feb. Fræði og fjölmenning – Uppbygging og þróun íslensks fjölmenningarsamfélags. Ráðstefna Aðalbyggingu HÍ kl. 10-14:30

19. feb. Íslendingur, innflytjandi, eða hvort tveggja? Sólveig Hulsdunk Georgsdóttir þýðandi. Fyrirlestur Þjóðminjasafni kl. 12-13  

22. feb. Seeking Home in a Strange Land: True stories of the changing  meaning of  home Dr. Sietske Dijkstra gestakennari við Félagsráðgjafadeild HÍ. Fyrirlestur Norræna húsinu kl. 12-13:15

25.feb. Arfur Simone de Beauvoir:Pólitísk vitundarvakning og femínískar þversagnir Valgerður Pálmadóttir doktorsnemi í hugmyndasögu við háskólann í Umeå í Svíþjóð. Askja stofa 129 kl. 12-13.

4. mars Hvar er heima? Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur. Fyrirlestur Þjóðminjasafni kl. 12-13.  

9. mars Loksins lögráða?Réttur kvenna til að taka ákvarðanir um eigið líf - endurskoðun laga um fóstureyðingar  Málþing Þjóðminjasafni kl. 14:30-17.

18. mars  Öðruvísi á litinn – ytra útlit, innri hugsun Svava Bernharðsdóttir víóluleikari Fyrirlestur Þjóðminjasafni kl. 12-13. 

1. apríl  - dagskrá í Þjóðminjasafni  tilkynnt síðar

15. apríl – dagskrá í Þjóðminjasafni  tilkynnt síðar

29. apríl – málþing Ísland heiman og heim – útflytjendur -  innflytjendur

 

Fyrirlestrar haust 2015

 

11. desember - Farandverkamenn eða nýlenduherrar?: Fólksflutningar Portúgala til fyrrum nýlendu sinnar Angóla

Í fyrirlestrinum segir Pétur Walddorff frá niðurstöðum rannsókna sinna á fólksflutningum portúgalskra ríkisborgara til Angóla, fyrrum nýlendu Portúgal. Fólksflutningarir eru mjög sérstakir því innflytjendurnir eru ekki bara innflytjendur í leit að atvinnu og efnahagslegu öryggi, heldur eru þeir afkomendur fyrrum nýlenduherra sem gera stöðu þeirra frábrugðna öðrum innflytjendum bæði frá sögulegu og menningarlegu sjónarmiði sem hefur áhrif á aðlögun þeirra sem og móttökur heimamanna.
Pétur Waldorff er doktor í mannfræði frá McGill University og starfar sem rannsakandi við Nordiska Afríka Institutet í Uppsölum og við Eddu Öndvegissetur við Háskóla Íslands

25. nóvember - Sögukonur, söfnun og samfélag - Um sagnaskemmtun kvenna í gamla bændasamfélaginu

Júlíana Þóra Magnúsdóttir fjallar um sagnamenningu íslenskra kvenna í gamla íslenska bændasamfélaginu, meðal annars  um kosti og galla þess að vinna með þjóðfræðisöfn fortíðarinnar við rannsóknir á menningu kvenna í fyrri tíð, en skiptar skoðanir hafa verið á gildi slíkra rannsókna innan samtímaþjóðfræðinnar.
Júlíana Þóra er M.A í þjóðfræði og núverandi doktorsnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands og starfar sem stundakennari við skólann. Sérsvið hennar er sagna- og þjóðtrúarhefð 19. og 20. aldar og sagnahefð kvenna á sama tímabili. 

18. nóvember - Sérðu þig, kona? - (Ó)sýnileiki kvenna á sýningum íslenskra menningarminjasafna

Hvernig endurspegla sýningar íslenskra menningarminjasafna konur? Hver er hlutur þeirra í frásögnum af lífi og menningu íslensku þjóðarinnar? Hvaða hlutverki gegna þær? Rannsóknir sem á menningarminjasöfnum á Vesturlöndum sýna að líf, menning og reynsla kvenna er smættuð og jaðarsett í sýningum þeirra. Í erindinu fjallar Arndís Bergsdóttir um doktorsrannsókn um framsetningu kynjanna á íslenskum menningarminjasöfnum og nýtir fyrrgreindar rannsóknir til samanburðar á framsetningu kvenna á söfnum hér á landi. 
Arndís Bergsdóttir er doktorsnemi í safnafræði við Háskóla Íslands. Rannsókn hennar er framlag til femínískrar safnafræði og beinist að því að skoða fjarveru kvenna í frásögnum á sýningum íslenskra menningarminjasafna frá sameiginlegu sjónarhorni verufræði, þekkingarfræði og siðfræði póst-húmanískra kenninga femínisma. 

11. nóvember - Þjónusta við ung fötluð börn á Íslandi í ljósi félagslegra tengslakenninga

Í erindinu kynnir Jóna G. Ingólfsdóttir yfirstandandi doktorsrannsókn sína á velferðarþjónustunni eins og hún birtist fjölskyldum fatlaðra barna. Markmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar um þá þjónustu sem veitt er ungum fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra á Íslandi. Niðurstöðurnar gefa til kynna að margt sé vel gert innan þjónustukerfisins en að það sé sundurlaust og þarfnist innbyrðis samræmingar og samhæfingar.
Jóna G. Ingólfsdóttir M.Ed í uppeldis og menntunarfræði og doktorsnemi í fötlunarfræðum starfar sem aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ. Sérsvið Jónu lýtur að fötluðum börnum, óhefðbundnum tjáskiptaleiðum og fjölskyldumiðaðri þjónustu

4. nóvember - Aktivismi, aðgengi og kyngervi rannsakanda: Hugleiðingar um siðferðisleg álitamál í rannsóknum meðal hælisleitanda og flóttafólks

Málefni fólks sem leitar alþjóðlegrar verndar eru í hámælum þessa dagana. Mikill áhugi er á hvernig nýta megi þekkingu sérfræðinga og fræðimanna á málaflokknum á sem gagnlegastan hátt. Siðferði,valdastaða rannsakanda og hin átakanlegu tilfinningamál sem oft koma upp í langtíma rannsóknum meðal þessa viðkvæma hóps hafa hins vegar lítið verið könnuð.Í fyrirlestrinum deilir Árdís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, hugleiðingum sínum varðandi skörun á forréttindastöðu rannsakanda og viðfanga í rannsókn sinni á tilveru ungra flóttakarla meðal anarkista í Aþenu, Grikklandi.
Árdís Kristín Ingvarsdóttir er doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, hún er með MA í mannfræði og diplómu í hnattrænu ferli, fólksflutningum og fjölmenningu frá sama skóla.
 

28. október - "Ég er sjálfstæð og frökk" - Ímyndir kvenleika í Íslenskum samtíma

Ímynd íslenskra kvenna hefur verið samofin hugmyndum um jafnrétti og sjálfstæði. Þannig hefur verið vísað í ímynd íslenskra kvenna sem sönnun þess að kynjajafnrétti hafi verið náð á Íslandi samtímans og henni jafnvel verið teflt fram sem fyrirmynd á alþjóðavettvngi. Í erindinu reifar Guðný Gústafsdóttir nokkrar kvenleikahugmyndir sem voru dregnar upp og haldið var á lofti í vinsælum tímaritum á árunum 1980-2000 og mátar þær við ímyndina. Stenst ímyndin nánari skoðun?
Guðný Gústafsdóttir er doktorsnemi í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún er með MA-próf í kynjafræði frá sama skóla og enn fremur með BA-próf í bókmenntafræði frá frá Alberts Ludwig Universität i Freiburg og BA-próf í félagsfræði frá Freie Universität Berlin.

14. október - Kynverund ungra kvenna

Kynverund ungra kvenna er eitthvað sem flestir hafa skoðun á. Hvernig þær eigi að líta út, hegða sér og koma fyrir. Þrátt fyrir að á Íslandi sé „mest jafnrétti í heiminum“, er kynverund íslenskra kvenna ekki undanskilin þessu eftirliti. Í fyrirlestri sínum greinir Ásta Jóhannsdóttir doktorsnemi í félagsfræði frá reynslu ungra reykvískra kvenna af kynverund sinni. Hvað þær sjái sem áhrifavalda á kynverund sína og hvernig þær sjái kynverund annara kvenna fyrir sér. Það er margt sem hefur áhrif á kynverund ungra kvenna og hvernig þær upplifa sjálfan sig og jafnaldra sína, sem dæmi líkaminn, líkamshár, útlit og „drusluskömm“ svo eitthvað sé nefnt. Þær upplifa mikið eftirlit með kynverund sinni, bæði frá sjálfum sér og samfélaginu. Sjálfsöryggi hefur mikil áhrif á möguleika þeirra til að ögra eftirlitinu og þær líta á sjálfsöryggi sem mjög eftirsóknarverðan eiginleika.
Gimli stofa 102 kl. 12 -13 

9.október - Lif flóttamanna, störf og stuðningur alþjóðlegra hjálparsamtaka

Sólveig B. Sveinbjörnsdóttir félagsráðgjafi og MA í friðar- og átakafræðum hefur unnið með flóttamenn víðsvegar um heiminn fjallar í erindinu um líf og líðan flóttamanna. Hún flytur erindi um störf, neyðaraðstoð og samstarf við stjórnvöld og hjálparsamtök í flóttamannabúðum. Sólveig hefur m.a. starfað í Eþíópíu, Súdan og Sýrlandi og segir frá reynslu sinni af fólki á flótta undan átökum í þessum löndum. 
Fundarstjóri : Elísabet Karlsdóttir framkvæmdastjóri RBF. Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við RBF -  Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd.
Lögberg stofa 102 - kl. 12-13 

7. október Sjálfbærni og jafnrétti kynslóðanna - Andri Snær Magnason rithöfundur 

Í nýlegu ljóði skrifar Andri Snær ,,Ég er ekki 70% vatn, ég er 95% olía". Það er staðreynd, að líf okkar og lífsgæði stafar af því að okkur tókst að finna leið til að innleysa milljónir ára af sólskini í formi olíu og nýta okkur til hagsbóta. En nú virðist komið í ljós að þessi aðferð gagnast aðeins einni til tveimur kynslóðum en getur komið rækilega niður á kynslóðum framtíðar. Í fyrirlestri sínum veltir Andri fyrir sér tímahugtakinu, hvort við getum hugsað um sjálfbærni sem jafnrétti kynslóðanna og hvort við séum yfirleitt fær um að hugsa 20 ár fram í tímann, 40 ára - hvað þá hundrað ár, sem er þó mögulegur líftími þeirra barna sem fæðast í dag.
Fyrirlesturinn er framlag MARK til Jafnréttisdaga Háskóla Íslands
Háskólatorg,  Ingjaldsstofa,  7.október kl. 20-21:30

7. október -  Feminismi og loftslagsbreytingar: Áhrif ríkjandi gilda á stefnumörkun í loftslagsmálum

Í fyrirlestrinum beinir Auður H Ingólfsdóttir  doktorsnemi í stjórnmálafræðisjónum sjónum sínum að áhrifum ríkjandi gilda þegar kemur að viðbrögðum samfélagsins við þeirri ógn sem felst í loftslagsbreytingum. Stefnumótun á Íslandi verður skoðuð og þau ríkjandi sjónarmið sem þar birtast mátuð við fræðilega umræðu um hvernig karllæg og kvenlæg gildi birtast í orðræðu og stefnumótun. Auður er lektor í Háskólanum á Bifröst. Hún er með M.A. gráðu  í alþjóðasamskiptum, diplómu í hagnýtri fjölmiðlun og B.A. gráðu í alþjóðafræðum.
Fyrirlesturinn er framlag MARK til Jafnréttisdaga Háskóla Íslands
Gimli, stofa 102, 7.október kl. 12-13 

2. október - Flóttinn frá Sýrlandi - hvernig og hvers vegna?

Erna Kristín Blöndal, doktorsnemi í lögfræði og sérfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu, segir frá nýlegri heimsókn sinni í flóttamannabúðir í Líbanon, Tyrklandi og Sikiley. Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við RBF - Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd.
Lögberg  stofa 101 , 2. október  kl. 12-13 

30. september - Í leit að skjölum kvenna

Mjög skortir á skjöl og aðrar heimildir um líf og störf kvenna á Íslandi. Skjalasöfnin í landinu hafa hleypt af stokkum átaki í því skyni að að safna skjölum kvenna og hvatt landsmenn til að stuðla að varðveislu þeirra með því að koma þeim í örugga geymslu. Í erindinu fjallar Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður og doktorsnemi í upplýsingafræði um hvernig líf og saga kvenna endurspeglast í opinberum skjölum og um mikilvægi þess að taka höndum saman um að varðveita þær heimildir sem felast í skjölum kvenna.
Gimli, stofa 102,  kl. 12-13 

23. september - Sensory Socialities: Theoretical and Methodological Propostions

By examining such notions as sensory order, transgressions and demarcations, the author calls attention to a sensory turn by deliberating upon both theoretical and methodological propositions toward elucidating meanings attributed to place, space and the environment; processes and politics of boundary making; and the manner in which these cumulatively shape human behaviour and group membership.  The author will demonstrate how social alliances are meaningfully produced and contested. These will then shed light on the construction of ‘sensuous communities’ in social life. Kelvin E.Y. Low is Assistant Professor of Sociology at the National University of Singapore.
Gimli, stofa 102, kl. 12-13 

16. september - Hverjir eru og hvað eru múslímar?

Í erindinu er fjallað um múslíma einkum íslenska og hvernig þeir eru skilgreindir af sér og öðrum. Kristján Þór Sigurðsson  doktorsnemi í mannfræði við HÍ veltir fyrir sér staðalmyndum og eðlisgervingu sem hefur verið áberandi í umræðum og orðræðu um íslam og múslíma. Höfundur vinnur nú að rannsókn á íslenskum múslímum.
Gimli, stofa 102, 16. september kl. 12-13 

9.september - Er íslam lykillinn að sanngjörnu samfélagi? Orðræða um kynjajafnrétti í Katar við Arabíuflóa

Staða kvenna í Mið-Austurlöndum hefur verið afar umdeild á Vesturlöndum og sýnist sitt hverjum.  Guðrún Margrét Guðmundsdóttir doktorsnemi í mannfræði við HÍ, hefur dvalið við  vettvangsrannsóknir í hinu auðuga smáríki Katar við Arabíuflóa þar sem hún skoðaði kvenfrelsisbaráttu og hugmyndir innfæddra kvenna um réttlátt samfélag. Óhætt er að fullyrða að staða þessarra kvenna er mótsagnarkennd, því þær eru í senn undirokaðar og forréttindahópur. Í erindinu varpar Guðrún Margrét ljósi á stöðu þessara kvenna og segir jafnframt fá upplifun sinni og reynslu af vettvangi í Katar.
Gimli, stofa 102, kl. 12-13 

MARK fyrirlestrar vor 2015

6. maí - Fæðingarútkomur kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi

Erindið byggir á doktorsrannsókn þar sem skoðað er hvort konum sem urðu fyrir kynferðisofbeldi á unglings- eða fullorðinsaldri sé hættara við að vera með áhættuþætti á meðgöngu eða í fæðingu síðar á lífsleiðinni, sambanborið við konur sem ekki urðu fyrir slíku ofbeldi. Fyrirlesari: Agnes Gísladóttir, doktorsnemi við Miðstöð í lýðheilsuvísindum.

29. apríl  - Meaning of Deaf empowerment.  Exploring Development and Deafness in Namibia/Valdefling Döff -  Rannsókn á áhrifum valdeflingar á hóp heyrnarlausra

Fjallað um valdeflingu „döff“ en það er hugtak sem notað er yfir heyrnarlausa einstaklinga sem tilheyra sérstöku samfélagi og nota táknmál til samskipta.  Fyrirlesari: Iðunn Ása Óladóttir táknmálstúlkur hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH).

22. apríl  - Fyrirvinnur á faraldsfæti: Kynjaðir flutningar Íslendinga til Noregs

Í erindinu er fjallað um flutninga Íslendinga til Noregs eftir efnahagshrun og þeir skoðaðir í kynjuðu ljósi, en bæði löndin stæra sig af því að vera á meðal þeirra landa í heiminum þar sem jafnrétti kynjanna mælist einna mest. Fyrirlesari: Guðbjört Guðjónsdóttir doktorsnemi í mannfræði.

15. apríl - Árangursrík vernd og kynbundnar ofsóknir –  skiptir kyn máli við málsmeðferð og niðurstöðu hælisveitinga á Íslandi?

Fjallað um stöðu flóttakvenna sem koma til Íslands í leit að vernd þar sem m.a. var kannað hvort kyn skiptir máli við málsmeðferð og niðurstöðu hælisveitinga Fyrirlesari: Kristjana Fenger er með diplómu í hagnýtum jafnréttisfræðum og lýkur meistaranámi frá lagadeild HÍ í júní 2015.

8. apríl - ROMA-menning í sögu og samtíð  - ROMA Culture: Past and Present

Málþing og ljósmyndasýning – sjá dagskrá

Að málþinginu og ljósmyndasýningunni standa: Fræðasetrið Minority Studies Society Studii Romani við Háskólann í Sofíu í Búlgaríu, campUSCulturae-samstarfsnetið með styrk frá, Menningaráætlun Evrópusambandsins, MARK – miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna við Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands.

8. apríl er alþjóðlegur dagur ROMA-fólks

Ljósmyndasýningin ROMA-menning í sögu og samtíð Háskólatorgi : 8.apríl – 15. maí

18. mars - Hælisleitendur og flóttafólk á tímum öryggisvæðingar landamæra

Fyrirlesturinn fjallar um stöðu flóttafólks og hælisleitenda í ljósi öryggisvæðingar landamæra, aukinna fordóma og nýrrar birtingarmyndar rasisma. Fyrirlesari er Unnur Dís Skaptadóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. 

11. mars - Félagsráðgjöf, hælisleitendur og flóttafólk:  Áskoranir

Í erindinu fjallar Guðbjörg Ottósdóttir aðjúnkt í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands um starf félagsráðgjafa í vinnu með hælisleitendum og flóttamönnum.  

4. mars - Hrun, kreppa, heilsa: Efnahagsþrengingar og heilsufarsleg áhrif út frá kynjasjónarmiði

Í erindinu er  fjallað um niðurstöður rannsókna á áhrifum efnahagshruns á líkamlega og andlega heilsu landsmanna. Fyrirlesari er Arna Hauksdóttir dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ.  

 25. febrúar - Samstaða eða sundrung? – um margþætta mismunun og jafnréttisbaráttu

Í erindinu er fjallað um samtvinnun kyngervis, kynhneigðar, fötlunar og fleiri þátta innan jafnréttisbaráttunnar. Fyrirlesarar: Íris Ellenberger sagnfræðingur og Auður Magndís Auðardóttir verkefnastjóri.

28. janúar - Mótun landamæra og mæra: upplifanir og ólík staða innflytjenda

Fjallað um neikvæð áhrif stækkunar ESB á möguleika Nepalaskra og Filippseyskra innflytjenda á Íslandi til að öðlast sem hafa flust til Íslands á síðustu tveim áratugum. Fyrirlesarar: Ása Guðný Ásgeirsdóttir doktorsnemi í mannfræði við HÍ og Unnur Dís Skaptadóttir prófessor mannfræði við HÍ.

14. janúar 2015  - From Economic Crisis to Democratic Crisis: Recent Transformations in European Politics - Frá efnahagskreppu til lýðræðiskreppu: Nýlegar umbyltingar í evrópskum stjórnmálum 

Alyssa M. Grahame er doktorsnemi í stjórnmálafræði við Massachusetts háskóla og Fullbright skiptinemi við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er á ensku.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is