Ísland heiman og heim – útflytjendur - innflytjendur - Fyrirlestraröð vorönn 2016

Ísland heiman og heim – útflytjendur -  innflytjendur

Fyrirlestraþema vorönn 2016

Það er næsta ógerningur að ímynda sér íslenskt samfélag án erlendra menningaráhrifa því þau eru allt umlykjandi og allstaðar: í formi hugmynda, tækni, viðhorfa, mataræðis, listsköpunar, framkomu, tísku og svo framvegis út í hið óendanlega.

Íslenskt samfélag hefur á tiltölulega stuttum tíma breyst úr því að vera ákaflega einsleitt í menningarlegu tilliti yfir í að skarta menningarlegum margbreytileika á pari við nágrannalöndin, sem endurspeglast í sívaxandi hópi innflytjenda, sem koma víðsvegar að. Nærri 10% landsmanna eru af erlendum uppruna og á Íslandi eru töluð yfir 150 tungumál.

Jafnframt hafa fjölmargir Íslendingar búið erlendis um lengri eða skemmri tíma annað hvort við vinnu eða í námi. Flestir hafa dvalið á Norðurlöndum, vestur Evrópu eða í Vesturheimi og þónokkrir í öðrum heimshlutum og heimsálfum, hvort heldur í Afríku, Asíu, Ástralíu eða Suður-Ameríku. Slík reynsla hefur lítið sem ekkert verið rannsökuð af fræðimönnum hvorki hér á landi né annars staðar. Enn aðrir eiga ættingja, systkini, börn eða aðra sem búa erlendis. Með öðrum orðum þá eru viðvarandi tengsl við aðra menningu, önnur lönd býsna algeng meðal landsmanna.

Fyrirlestrarröðin er tvíþætt. Annars vegar fjalla Íslendingar um reynslu sína af búsetu í öðrum löndum og/eða sterkum tengslum við aðra menningu og önnur lönd. Hins vegar segja innflytjendur á Íslandi frá reynslu sinni af búsetu hér og þeim áskorunum sem þeir hafa þurft að takast á við í nýju landi. Fyrirlestrarröðinni mun ljúka með málþingi.

Dagskrá:

5. feb. Aldrei fór ég Westur. Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður. Fyrirlestur Þjóðminjasafni kl. 12-13 

19. feb. Íslendingur, innflytjandi, eða hvort tveggja? Sólveig Hulsdunk Georgsdóttir þýðandi. Fyrirlestur Þjóðminjasafni kl. 12-13  

9. mars Öðruvísi á litinn – ytra útlit, innri hugsun Svava Bernharðsdóttir víóluleikari. Fyrirlestur Þjóðminjasafni kl. 12-13. 

18. mars  Hvar er heima? Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur. Fyrirlestur Þjóðminjasafni kl. 12-13. 

1. apríl  - dagskrá í Þjóðminjasafni  tilkynnt síðar

15. apríl – dagskrá í Þjóðminjasafni  tilkynnt síðar

29. apríl – dagskrá í Þjóðminjasafni  tilkynnt síðar

Vor - málþing Ísland heiman og heim – útflytjendur

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is