19. október 2016
MARK vekur athygli á fjöldamótmælum.
Mánudaginn 24. október kl. 14:38 munu konur taka sér frí frá vinnu og streyma niður á Austurvöll þar sem haldinn verður samstöðufundur kl. 15:15 þar sem krafist verður kjarajafnréttis (sjá nánar www.kvennafri.is og https://www.facebook.com/kvennafri/about/).
BHM er einn aðstandenda þessa viðburðar og tekur þátt í skipulagningu hans.
Meðfylgjandi eru leiðbeiningar um kynningu á Kvennafrídeginum. Vinsamlegast dreifið þeim sem víðast.
Aðstandendur viðburðarins eru:
ASÍ
BSRB
BHM
KÍ
SSF
Bríet – félag ungra feminista
Delta Kappa Gamma
Druslubækur og doðrantar
Jafnréttisfélag Háskólans í Reykjavík
Femínistafélag Háskóla Íslands
Femínistafélag Íslands
Knúz.is
Kvenfélagasamband Íslands
Kvennaráðgjöfin
Kvenréttindafélag Íslands
Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda
Samtök um kvennaathvarf
Soroptimistasamband Íslands
Stígamót
Tabú
UNWomen
Zontasamband Íslands