Líf flóttamanna, störf og stuðningur alþjóðlegra hjálparsamtaka

8. október 2015

Hvernig er að dvelja í flóttamannabúðum? Hvers konar líf er það? Hverjar eru helstu áskoranirnar? Sólveig Sveinbjörnsdóttir félagsráðgjafi hefur margra ára reynslu af því að starfa í flóttamannabúðum víðs vegar um heiminn. Í erindi sínu Líf flóttamanna, störf og stuðningur alþjóðlegra hjálparsamtaka mun Sólveig lýsa starfi sínu með flóttamönnum í Súdan, Sýrlandi og Eþíópíu. Fyrirlesturinn verður föstudaginn 9 október, kl. 12-13 í stofu 101 í  Lögberg Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Rannsóknarstofu í barna- og fjölskylduvernd. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is