Loksins lögráða? Réttur kvenna til að taka ákvarðanir um eigið líf - endurskoðun laga um fóstureyðingar

7. mars 2016

Árið 2015 voru liðin 40 ár frá því að lög um fóstureyðingar voru sett á Íslandi. Í tilefni af þeim tímamótum kom út bókin Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, sem Háskólaútgáfan gaf út. MARK fagnar þessum áfanga með málþingi sem haldið verður í fyrirlestarsal Þjóðminjasafns Íslands, miðvikudaginn 9. mars kl. 14:30 - 17:00. Málþingið er styrkt af Velferðarráðuneytinu og er öllum opið.

 

Dagskrá

14.30 - Málþingið sett
Erindi:
Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur og annar höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingumUpplifun kvenna af skertum sjálfsákvörðunarrétti
Dr. Helga Sól Ólafsdóttir og Elva Sturludóttir, félagsráðgafar á kvennadeild Landspítala: Fóstureyðingasamtalið fyrr og nú
Þórdís Ingadóttir, dósent í lögfræði við HR og formaður Downs félagsins: Fósturskimun til fóstureyðingar: Hið eftirlýsta Downs-heilkenni á Íslandi og lögin
Sunna Símonardóttir, doktorsnemi við Félags- og mannvísindadeild HÍ: Hin ,,góða“ móðir og fóstureyðingar: Sérfræðingsorðræða og sjálfsákvörðunarréttur

15.30 - Kaffihlé

16.00-16.45 - Pallborðsumræður
Í pallborði sitja, auk framsögukvenna:
Dr. Reynir Tómas Geirsson, prófessor emeritus og fyrrum yfirlæknir kvennadeildar Landspítala
Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands

Málþinginu stýrir Silja Bára Ómarsdóttir.

Allir velkomnir

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is