Meirihluti Íslendinga jákvæður í garð flóttamanna

6. september 2016

Samkvæmt nýrri könnun um afstöðu Íslendinga til flóttafólks, sem Íslandsdeild Amnesty International lét vinna fyrir sig, kemur fram að meirihluti eða 85% aðspurðra eru tilbúnir að taka á móti flóttafólki opnum örmum. Ennfremur telur yfirgnæfandi meirihluti svarenda að íslensk stjórnvöld ættu að gera meira til að hjálpa flóttafólki sem flúið hefur stríð eða ofsóknir. Tæplega 13% svarenda sögðust tilbúnir til að hýsa flóttafólk.  Marktækur munur var á afstöðu karla og kvenna. Fleiri konur voru sammála því að flóttamenn sem eru að flýja stríð eða ofsóknir ættu að geta leitað hælis í öðrum löndum eða 57,2% samanborið við 43,7% karla. Einnig kemur fram að mun fleiri konur en karlar eru tilbúnar til að taka á móti flóttafólki inn í hverfið sitt. Ekki var marktækur munur á milli kynjanna hjá þeim sem sögðust tilbúin að hleypa flóttamanni inn á heimili sitt. Könnunin er hluti af alþjóðlegri könnun, sem aðalstöðvar Amnesty International lét gera í 27 löndum þvert á allar heimsálfur og náði til 27 þúsund einstaklinga. Sjá nánar um könnunina.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is