Launajafnrétti strax - allsherjarkvennaverkfall 24. október 2016 kl.14:38

19. október 2016

MARK vekur athygli á fjöldamótmælum. 

Mánudaginn 24. október kl. 14:38 munu konur taka sér frí frá vinnu og streyma niður á Austurvöll þar sem haldinn verður samstöðufundur kl. 15:15 þar sem krafist verður kjarajafnréttis (sjá nánar www.kvennafri.is og https://www.facebook.com/kvennafri/about/). 

BHM er einn aðstandenda þessa viðburðar og tekur þátt í skipulagningu hans. 

Hér á ég heima!

Violeta  Tolo Torres er ein fjölmargra filippseyskra innflytjenda sem sest hafa að á Íslandi. Frá barnsaldri hafði hana dreymt um að giftast, eignast falleg börn og heimili og búa einhversstaðar erlendis. Hún var ákveðin í að láta drauminn rætast og flutti frá Filippeyjum til Íslands þegar hún var 22 ára og hefur aldrei litið til baka.

Þangað og til baka aftur - reynsla innflytjanda á Íslandi

Þangað og til baka aftur, er yfirskrift næsta fyrirlesturs á vegum MARK. Að vera innflytjandi, að takast á við nýjan menningarheim og nýtt tungumál er áskorun, sem felur í sér vissa erfiðleika en mest af öllu tækifæri. Allt of oft er litið á innflytjendur sem einsleitan hóp fólks, sem flúði erfiðleika og hafði varla annað val en að koma til Íslands í staðinn fyrir að horfa á innflytjendur sem fjársjóð af mannauði, sem fólk sem þorir og hefur margt fram að færa.

Öðruvísi á litinn – ytra útlit, innri hugsun

10. mars 2016

Hvað segir útlit, klæðaburður, litarháttur og  fas um einstaklinginn? Hvernig lesa aðrir í útlit okkar og hvaða áhrif hefur það á hvernig þeir flokka okkur og geta sér til um viðhorf okkar og tilfinningar? Hvaða þættir móta okkur raunverulega sem einstaklinga og hvað segir litarháttur um það hverig við erum raunverulega „á litinn“?  Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og heimshornaflakkari flytur erindi 11.mars kl. 12 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, þar sem hún segir  frá reynslu sinni og svarar þessum áleitnu spurningum.

Loksins lögráða? Réttur kvenna til að taka ákvarðanir um eigið líf - endurskoðun laga um fóstureyðingar

7. mars 2016

Árið 2015 voru liðin 40 ár frá því að lög um fóstureyðingar voru sett á Íslandi. Í tilefni af þeim tímamótum kom út bókin Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, sem Háskólaútgáfan gaf út. MARK fagnar þessum áfanga með málþingi sem haldið verður í fyrirlestarsal Þjóðminjasafns Íslands, miðvikudaginn 9. mars kl. 14:30 - 17:00. Málþingið er styrkt af Velferðarráðuneytinu og er öllum opið.

 

Dagskrá

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is