Ráðgjafarráð MARK er skipað fimm einstaklingum, áhugafólki og hagsmunaaðilum á starfssviði miðstöðvarinnar. Hlutverk ráðsins er að vera stjórn MARK til ráðgjafar og stuðnings við starfsemi hennar. Við val í ráðgjafarráðið er miðað við að fulltrúar endurspegli raddir fræðimanna, sérfræðinga og hagsmunaaðila á fræðasviðinu. Fulltrúar í ráðgjafarráði eru kosnir á aðalfundi. Í ráðinu sitja núna:
- Halldóra Gunnarsdóttir sérfræðingur á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur
- Hugrún Hjaltadóttir sérfræðingur á Jafnréttisstofu
- Atli Viðar Thorstensen verkefnastjóri Rauða krossi Íslands
- Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands
- Tatjana Latinovic, varaformaður Innflytjendaráðs