Sögukonur, söfnun og samfélag Um sagnaskemmtun kvenna í gamla bændasamfélaginu

19. nóvember 2015 

Hver var hlutur íslenskra kvenna í sagnaskemmtun fyrr á tíð? Í næsta fyrirlestri MARK, sem haldinn verður 25. nóvember n.k. mun Júlíana Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur fjalla um um yfirstandandi doktorsrannsókn sína á sagnamenningu íslenskra kvenna í gamla íslenska bændasamfélaginu eins og hún endurspeglast í safni þjóðfræðasafnarans Hallfreðar Arnar Eiríkssonar. Meðal annars verður fjallað um ýmsa kosti og galla þess að vinna með þjóðfræðisöfn fortíðarinnar við rannsóknir á menningu kvenna í fyrri tíð, en skiptar skoðanir hafa verið á gildi slíkra rannsókna innan samtímaþjóðfræðinnar. Í framhaldinu verður síðan fjallað um söfnun Hallfreðar og ræddar nokkrar ályktanir sem af henni má draga um sagnamenningu kvenna  og miðlun hennar í fyrri tíð. 

Júlíana Þóra Magnúsdóttir er M.A í þjóðfræði og núverandi doktorsnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands og starfar sem stundakennari við skólann. Sérsvið hennar er sagna- og þjóðtrúarhefð 19. og 20. aldar og sagnahefð kvenna á sama tímabili.

Fyrirlesturinn verður haldinn þann 25. nóvember kl.12-13 í stofu 102 í Gimli í Háskóla Íslands. 

Allir hjartanlega velkomnir 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is